Búsáhaldabyltingin, ASÍ, Súdan og geðlækningar

S04 E062 — Rauða borðið — 25. apr 2023

1. Fréttir dagsins. 2. Ragnar Þór Ingólfsson. kallaði eftir mótmælum í gær, sagði þörf á annarri og árangursríkari Búsáhaldabyltingu. Við ræðum stöðuna við virka þátttakendur úr Búsáhaldabyltingunni, Árna Daníel Júlíusson, Hjört Hjartarson og Hallfríði Þórarinsdóttir. 3. Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Byggiðnar býður sig fram sem forseta Alþýðusambandsins. Við spyrjum hann um átökin innan hreyfingarinnar og hvert hún eigi að stefna. 4. Súdan logar. Við fáum Helen Ólafsdóttir öryggisfulltrúa til að lýsa ástandinu. 5. Geðhjálp stendur fyrir ráðstefnu þar sem þekkt andófsfólk gegn meginstraums-geðlækningum mætir. Við spjöllum við Elínu Ebbu Ásmundsdóttur varaformann Geðhjálpar um erindi ráðstefnunnar, auka vanlíðan í samfélaginu og oftrú á lyfjum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí