Dagskrárvald, Gaza, tónlistaruppeldi, andófs-usli
Rauða borðið heldur áfram að taka stöðuna og setja málefni á dagskrá kosninganna. Er allt mögulegt? Oddný Eir stýrir samræðu kvöldsins í beinni útsendingu sem hefst klukkan átta og er í tveimur liðum: Fyrst mæta til leiks þau Jón Ólafsson heimspekingur og prófessor, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona, Auðunn Arnórsson verkefnastjóri og leiðsögumaður , og Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður. Síðan mæta þau Kristín Ómarsdóttir skáld, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og Atli Ingólfsson tónskáld. Björn Þorláksson ræðir svo við þau Herdísi Önnu Jónsdóttur og Þóri Jóhannsson um tónlistarlegt uppeldi í hinu bjarta norðri. María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ræðir við ungliða Vg, Pírata og Sósíalista um þjóðarmorðið á Gaza: Anita Da Silva Bjarnadóttir og Karl Héðinn Kristjánsson frá Roða ungum sósíalistum, Lenya Rún Taha Karim frá ungum pírötum og Jósúa Gabríel Davíðsson frá UngVG. Og Oddný Eir ræðir svo við Gunnar Þorra Pétursson um andófs-uslann í Meistaranum og Margarítu eftir Bulgakov.