Dauð ríkisstjórn, kosningar, karlar og Bréf til Láru
Við höldum áfram að greina stöðuna í pólitíkinni, dauða stjórnar og komandi kosninganna. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingkona, Ragnar Þór Pétursson kennari og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi ræða málin og síðan rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson, Halldór Armand Ásgeirsson, Auður Jónsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir. Fjórði þáttur karlaspjallsins hefst svo: Valdimar Örn Flygenring leikari og leiðsögumaður, Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur og Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi ræða við Bjarna Karlsson prest og siðfræðing um staka karlinn. Í lokin fögnum við 100 ára afmæli Bréfs til Láru með Pétri Gunnarssyni rithöfundi og Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræðingi.