Davíð Þór – Var Jesús sósíalisti?

S02 E001 — Rauður raunveruleiki — 10. jan 2022

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju sest með þeim Trausta Breiðfjörð og Karli Héðni og ræðir gamalt álitamál: Var Jesús Kristur sósíalisti?

Sósíalismi varð náttúrlega ekki til fyrr en löngu eftir að Jesús var krossfestur, en má samt finna líkindi með boðskap hans og erindi sósíalista síðustu tæpar tvær aldir? Á sósíalisminn kannski rætur í fagnaðarerindi Jesús? Með hverjum myndi Jesús standa í dag; valdinu eða hinum kúguðu? Er hægt að boða kristni en samt styðja kapítalismann? Hvers vegna blessa prestar stjórnvöld alla sunnudaga? Davíð mun svara þessum og mörgum öðrum knýjandi spurningum, af alkunnri mælsku og sannfæringarkrafti.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí