Dýrtíð, leiga, kúgun, dauði & kvóti
Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá kjörum öryrkja á dýrtíðartímum. Og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir okkur frá baráttu leigjenda hér heima og erlendis. Hjálmtýr Heiðdal formaður Ísland Palestína ræðir um átökin í Ísrael. Við spyrjum Þórólf Guðnason smitsjúkdómalækni um umframsauðsföll og lækkandi lífslíkur vegna cóvid. Og við ræðum við Jón Pál Jakobsson sjómann um útgerð á Íslandi og í Noregi, þar sem hann gerir út í dag. Og við segjum fréttir dagsins.