Efnahagur, flóttafólk og fullveldi
Ásgeir Brynjar Torfason kemur til okkar og reynir að ráða í hvaða efnahagsstefnu er verið að reka á Íslandi. Ingvi Kristinn Skjaldarson kapteinn í Hjálpræðishernum kemur og segir frá flóttafólkinu sem ríkið henti út á götu og reynir að ráða í þá flóttamannastefnu sem verið er að reka hér. Og Arnar Þór Jónsson segir okkur frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins og reynir að ráða í um hvað hin svokallaða sjálfstæðisstefna snýst. Og hvort honum sé vært í flokknum.