Efnahagur, spilling og pólitík
Þorvaldur Gylfason kemur að Rauða borðinu og ræðir um stöðu efnahagsmála en ekki síður spillingu. Kannski gengur ekki lengur að ræða efnahagsmálin án þess að taka spillinguna með í reikninginn. Ólafur Þ. Harðarson kemur síðan og ræðir um stjórnmál liðinni áratuga út frá hægri og vinstri, til dæmis snöggri hægri beygju VG á síðustu árum. Hægri og vinstri er ekki dautt, tilgangslaust að ræða stjórnmálin án þess að taka mið af þessum hugtökum.