Eftir innbrotið: Brot af því besta

S04 E072 — Rauða borðið — 8. maí 2023

Í kvöld sendum við af veikum mætti, höfum stuttan inngang en flytjum síðan fjögur mikilvæg viðtöl frá síðustu dögum sem draga vel fram aukna misskiptingu í samfélaginu: Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM ræðir um methagnað fyrirtækja á sama tíma og verðbólgan grefur undan lífskjörum almennings. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu segir okkur frá rannsókn sinni sem sýnir að æ fleiri fjölskyldur ná ekki endum saman, æ fleiri falla í fátækt og þetta er fólk úr sömu hópunum og höfðu það skítt fyrir. Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum ræðir um óstjórn ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir okkur hvers vegna hann vill mótmæla á næsta á laugardag.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí