Eldgos, hvalur, átök, ráðherrakapall og orkuskortur
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Katrín Oddsdóttir lögmaður, Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður og formaður Blaðamannafélagsins og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða átök innan ríkisstjórnar, innan Blaðamannafélagsins, hvalveiðar, orkuskipti og önnur átakamál. Við byrjum þáttinn hins vegar á rapporti frá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi og heyrum svo í tveimur Grindvíkingum: Hilmar Freyr Gunnarsson og Páll Valur Björnsson koma til okkar. Í lokin kemur Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fer yfir orku- og auðlindamál og ekki síst stöðuna á Reykjanesi.