Evrópa, innflytjendur, Græn landamæri, narsissismi

S04 E159 — Rauða borðið — 19. okt 2023

Er Evrópa á dagskrá? Og hvaða Evrópa þá?  Valur Ingimundarson prófessor og Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum segja okkur frá stöðunni í Evrópu og hvert hún stefnir. Við höldum áfram að fjalla um fátækt og þá hópa sem eru útsettir fyrir henni. Nú er komið að innflytjendum. Karla Barralaga Ocón, Ian Mcdonald, Sherry Ruth og Natalie Scholtz segja okkur frá stöðu innflytjenda í samfélagi sem vill halda þeim niðri. Græn landamæri eftir Agnieszku Holland er magnað listaverk og stórkostleg samfélagsgreining á stöðu flóttafólks við landamæri Evrópu. Sema Erla Serdaroglu stofnandi Solaris og Jasmina Vajzović Crnac fóru á myndina og segja okkur frá henni og sinni upplifun. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson kemur að Rauða borðinu og fræðir okkur um sameiginlegan narsissisma.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí