Fákeppni, flóttabörn, auðlindin og Chile 1973
Þær koma til okkar þingkonurnar Oddný Harðardóttir xS, Hanna Katrín Friðriksson xC og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir xV og ræða um samkeppni, fákeppni og okur. Þá kemur Morgane Priet-Mahéo frá samtökunum Réttur barna á flótta og segir frá stöðu flóttabarna. Við heyrum í Kjartani Páli Sveinssyni formanni Strandveiðifélagsins um gagnrýni hans á Auðlindina okkar, nefndarstarf Svandísar Svavarsdóttur um kvótakerfið. Í lokin segir Valdimar Þór Hrafnkelsson frá valdaráni hersins í Chile árið 1973, en í dag eru fimmtíu ár frá voðaverknaði sem átti eftir að kosta þúsundir lífið og kljúfa þjóðina.