Fátækin, íslenskan, neyslan og sauðkindin

S04 E190 — Rauða borðið — 28. nóv 2023

Elísabet Kjárr er föst á milli tveggja kerfa, féll af endurhæfingarlífeyri og kemst ekki á örorku, og er tekjulaus, fallin í gegnum möskvana á öryggisnetinu í samfélaginu. Hún segir okkur sína sögu. Það sama gerir Jakub Stachowiak, hommi sem flúði Pólland og yrkir og skrifar á íslensku. Daði Jónsson kvikmyndagerðarmaður kemur til okkar og segir okkur frá menningarsjokkinu sem hann varð fyrir þegar hann flutti heim til Íslands og enduruppgötvaði hvað við vinnum mikið, neytum mikið og sóum miklu. Og líklega gæti Ólafur Dýrmundsson tekið undir það, búvísindamaður og sauðfjárbóndi í Breiðholti. Hann ræðir um þörfina fyrir ræktun og búskap í borgarlandinu.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí