Félagslegir töfrar, Kolkrabbinn og matur landnámsaldar

S04 E191 — Rauða borðið — 29. nóv 2023

Við byrjum á ferðalagi í leit að félagslegum töfrum með Viðari Halldórssyni, fáum hann til að lesa í nokkrar ljósmyndir og ráða í félagslegt heilbrigði okkar tíma. Þá kemur Örnólfur Árnason til okkar og segir okkur frá bókinni Á lóð kolkrabbans, sem fjallaði um þá sem áttu Íslandi fyrir þrjátíu árum og eiga að mestu enn. Og um vanhelgt samlífi viðskipta og stjórnmála. Í lokin förum við í ferð aftur á landnámsöld og fáum þá Kristbjörn Helgi Björnsson og Úlfar Finnbjörnsson til að segja okkur hvað var þá í matinn.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí