Fíklar, orð gegn orði, öryrkjar og innflytjendur í Lúx

S05 E053 — Rauða borðið — 7. mar 2024

Alma D. Möller landlæknir kemur að Rauða borðinu og ræðir um stöðu fólks með fíknisjúkdóma, ekki síst út frá málum Árna Tómasar Ragnarsson læknis sem sviptur var leyfi til að gefa út ópíóðalyf. Þarf átak til að bæta líf og heilsu fíklanna? Er hægt að standa hjá þegar svo margir farast? Einleikurinn Orð gegn orði hefur slegið í gegn. Ebba Katrín Finnsdóttir leikari og Þóra Karitas Árnadóttir leikstjóri ræða um verkið og erindi þess, en þar er fjallað um hvernig dómskerfið leikur þolendur kynferðisofbeldis. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ fer yfir afstöðu bandalagsins til tillagna félagsmálaráðherra um breytingar á almannatryggingum. Við sláum svo á þráðinn til Lúxemborgar og fáum Róbert Björnsson, sem segist vera efnahagslegur flóttamaður frá Íslandi, til að segja okkur hvernig þarlend stjórnvöld hafa tekið á mun hraðari fjölgun landsmanna en hér hefur orðið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí