Fjármálastríð, Gaza, bakarí, friðarvaka, rektor, bókaspjall, sögur
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst, ræðir við Oddnýju Eir um efnahagslegt ástand heimsins og öflin sem öllu ráða. Sema Erla Serdarouglu, stjórnarformaður Solaris og Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur setjast til borðs með Maríu Lilju og ræða ástandið á Gaza og frægt kærumál ber á góma. Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari í Bernhöftsbakarí, segir Gunnari Smára frá vanda þeirra sem eru í smárekstri, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sólveig Hauksdóttir og Júlía Hannam senda út ákall um frið með ljóðalestri hjá Maríu Lilju. Gunnar Smári heldur áfram að ræða þau sem vilja verða rektor Háskóla Íslands. Nú er komið að Birni Þorsteinssyni prófessor í heimspeki. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur kemur í bókaspjall með Vigdísi Grímsdóttur og Oddnýju Eir. Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er nýtt íslenskt ritverk. Elinóra Guðmundsdóttir, ritstjóri verksins ræðir við Björn Þorláks.