Fjölmiðlar, Svíþjóð, drykkja, klassík og skólamál

S07 E007 — Rauða borðið — 12. jan 2026

Logi Einarsson ráðherra ræðir fjölmiðla og fjölmiðlastyrki. Hvernig bregst hann við ásökunum um að styrkjafyrirkomulagið þjóni einkum auðugum eigendum fjölmiðla en litlir miðlar í almannaeigu eins og Samstöðin séu skildir eftir. Gunnar Smári Egilsson og Björn Þorláksson ræða við ráðherrann. Steingrímur Jónsson sveitarstjórnarmaður Vinstri flokksins í Lundi í Svíþjóð ræðir við Gunnar Smára um sænsk stjórnmál en kosið verður þar í haust til þings, lands- og sveitarstjórna. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir SÁÁ ræðir meðferðarúrræði fyrir börn með fíknisjúkdóma, aðgengi að áfengi og átak fram undan í samtali við Björn Þorláks. Geirþrúður Guðmundsdóttir selló og Rannveig Marta Sarc fiðla koma í heimsókn að Rauða borðinu og ræða við Gunnar Smára, Sól Björnsdóttur og Sóleyju Lóu Smáradóttur um það sem þær ætla að spila á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudaginn. Davíð Ólafsson sagnfræðingur ræðir við Gunnar Smára um sögu Myndlistar- og handíðaskólans sem hann ritaði ásamt Arndísi S. Árnadóttur.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí