Fjórða valdið, innflytjendur, stétt, öryggi, óveður og leiklist

S05 E121 — Rauða borðið — 5. jún 2024

Sverrir Björnsson hönnuður gagnrýnir stóru fjölmiðlana fyrir að hafa verið of hliðhollir Katrínu Jakobsdóttur í kosningunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir unga innflytjendur ekki tengjast glæpum umfram aðra. Steinunn Gunnlaugsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í Gluggagalleríinu Stétt. Hilmar Þór Hilmarsson ræðir um mun á áherslum nýkjörins forseta og stjórnvalda varðandi Úkraínustríðið. Sigurður Erlingsson landvörður segir frá vetri í júní. Og Níels Thibeaud Girerd kallaður Nilli mælir með leiklistarkennslu í grunnskólum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí