Flóttafólk, hugvíkandi efni, biskupskjör og deilurnar um MÍR

S05 E034 — Rauða borðið — 12. feb 2024

Við fáum Helen Ólafsdóttur Öryggisráðgjafa til að draga upp mynd af flóttafólki, hvaða fólk þetta er, hvar það er, hvert það ætlar og til hvers? Og hvaða áhrif fólkið hefur á löndin sem það sækir heim. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur fjallar um það sem hún kallar hugbirtandi lyf, sem nú eru í mikilli tísku á Íslandi þótt notkun þeirra stangist á við lög. Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju er einn þeirra presta sem vill verða biskup. Við ræðum við hann um samfélagið, kirkjuna og kristni og hvers konar biskup hann vill verða. Það er deilt um MÍR fyrir héraðsdómi eins og við fjölluðum um í viðtali um daginn við fólk sem var ósátt um ákvarðanir stjórnar. Í kvöld mæta stjórnarmenn í MÍR, Sigurður H. Einarsson og Einar Bragason, og svara fyrir sig.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí