Forsetaframboð, þingið, undrabarn og færeysk tónlist
Þátturinn hefst með ítarlegu viðtali við Höllu Hrund Logadóttur forsetaframbjóðanda. Liðurinn ÞINGIÐ verður á sínum stað eins og alltaf á mánudögum. Andrés Ingi Jónsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmenn ræða átakamál. Þá kemur Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðingur og ræðir stöðu stjórnarinnar. Færeysk tónlist verður til umfjöllunar, ný bók frá vinum okkar í suðri eftir Ragnar Ólafsson. Og við ræðum við Daða Logason, undrabarn í stærðfræði – nema í grunnskóla sem er ekki bara langbestur í raungreinum hér á landi heldur einnig Íslandsmeistari í bardagaíþróttum.