Freki karlinn, loftlagsmál, Brasilía, innanlandsflug, Sýslumaður dauðans og ull
Við hefjum þáttinn á umræðu um karla með Bjarna Karlssyni; Bergsteinn Sigurðsson blaðamaður, Atli Þór Fanndal starfsmaður Pírata og Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri ræða karlmennsku og einkum freka karlinn. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands., Auður Önnu Magnúsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar, Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar gagnrýna aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Luciano Dutra segir okkur frá pólitíkinni í Brasilíu og Ólína Freysteinsdóttir íbúi á Akureyri frá hækkun á innanlandsflugi. Við ræðum leikritið Sýslumaður dauðans við höfundinn Birni Jón Sigurðsson, leikstjórann Stefán Jónsson, aðalleikarann Harald Ara Stefánsson og leikhússtjórann Brynhildi Guðjónsdóttur. Og í lokin segir Hulda Brynjólfsdóttir bóndi og eigandi Uppspuna okkur frá ullarvikunni.