Fréttir Samstöðvarinnar, Bjarg, ekki kært fyrir nauðgun, veik sveitarfélög og leigjendur

S06 E109 — Rauða borðið — 9. júl 2025

Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö vegna fótboltans á Ríkissjónvarpinu með fréttayfirlit, förum meðal annars yfir sláandi lýsingar á aðstöðunni á Bjargi, heimili fyrir geðfatlaða. Við ræðum síðan málefni Bjargs við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar og um ákvörðun saksóknara að ákæra ekki menn sem misnotuðu þroskahefta konu við Önnu Láru Steindal, framkvæmdastjóra Þorskahjálpar. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, kemur til okkar og ræðir húsnæðismarkaðinn en líka stöðu fámennra sveitarfélaga gagnvart ásælni auðugs fólks með virkjunaráform, en Guðmundur er Strandamaður og barðist gegn Hvalárvirkjun.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí