Fréttir, stjórnmál að sumri, brjálsemi á miðjunni

S06 E118 — Rauða borðið — 23. júl 2025

Í kvöld er lokaþáttur af sumarþáttunum þar sem fréttir Ríkissjónvarpsins færast yfir á venjulegan tíma á morgun. Við segjum fréttir með okkar lagi á Samstöðinni klukkan sjö, Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús finna samhengið í fréttunum. Þau koma síðan til að ræða fréttirnar og ástandið í heiminum og samfélaginu þau Þórir Jónsson Hraundal miðausturlandafræðingur, Nichole Leigh Mosty doktorsnemi, Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari og blaðamaður. í lokin kemur Soffía Bjarnadóttir að Rauða borðinu og segir frá bók sinni Áður en ég brjálast, um ástina, trans, þunglyndi, ummyndanir, miðaldur og margt fleira sem þar kemur fram.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí