Friðarþjóð?

S00 E003 — Mótmæli í morgunmat — 16. okt 2023

Í friðarviðræðum þáttarins Mótmæli í morgunmat koma fram vonbrigðin miklu um að Íslendingar séu ekki boðberar friðar og Ísland ekki lengur vettvangur friðarviðræðna. Við fáum við að fylgjast með andspyrnuhreyfingunni sem María Pétursdóttir dokumenteraði á Austurvelli um árið undir ræðu Davíðs Oddssonar og förum svo aftur á Austurvöll á samtöðumótmæli vegna árásar á Palestínu og heyrum viðtal við hinn palestínska Anís. Rithöfundurinn Mazen Maarouf setur ástandið á Gaza í samhengi í aðalviðtali vikunnar og við heyrum líka nöturlegan en fallegan kafla úr bók hans Brandarar fyrir byssumennina þegar þáttastjórnandi les fyrir lítinn hund, samanber átakið um að börn lesi fyrir hunda ef enginn annar nennir að hlusta… :-).

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí