Fuglaflensa, bráðamóttaka, Grænland, framtíð fréttamennskunnar, Gaza

S06 E009 — Rauða borðið — 13. jan 2025

Við ræðum um málefni líðandi stundar sem snertir lífríkið og okkur sjálf í upphafi samræðu Rauða borðsins í dag. Kristjana Ásbjörnssdóttir doktor í faraldsfræðum kemur og ræðir um ógn fuglaflensunnar. Við ræðum því næst um ástandið á bráðamótökunni, eldra fólk og unga lyfjafíkla. Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður hefur gert þáttaröð um lífið á bráðamóttökunni. Við höldum áfram að ræða málefni Grænlands og raunar málefni Íslands og umheimsins í leiðinni. Sumarliði R. Ísleifsson, sagnfræðingur og lektor í hagnýtri menningarmiðlun ræðir um orðræðuna um Grænland, um tilraunir Íslendinga til að skilgreina sig frá ,,skrælingjunum“, um nýlenduhyggju, heimsvaldahyggju, þjóðernishyggju, sögulegt samhengi og áskoranir samtímans. Síðan ræðum við um framtíð fréttamennskunnar og tjáningarfrelsisins. Björn Leví Gunnarsson fyrrum þingmaður, Tjörvi Schiöth, doktorsnemi í sagnfræði og Þorsteinn Siglaugsson hjá Málfrelsi koma og ræða fjölmiðla og tjáningarfrelsið í kjölfar málþings í Þjóðminjasafni Íslands um helgina. Í lok þáttar fær María Lilja enga aðra en Möggu Stínu til sín í spjall um málefni Palestínu í Radíó Gaza.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí