Furðulegur forseti, nýir þættir á Samstöðinni

S04 E186 — Rauða borðið — 23. nóv 2023

Við fáum Helga Hrafn Guðmundsson til að segja okkur frá Javier Milei, nýkjörnum forseta Argentínu, sem sannarlega bindur bagga sína ekki sömu hnútum og stjórnmálafólk almennt. Síðan ræðum við nýja þætti á samstöðinni. Miðjuna á miðvikudegi og Syni Egils sem Sigurjón Magnús Egilsson sér um, Mótmæli í morgunmat sem Oddný Eir Ævarsdóttir heldur utan um, Grimma & Snar sem frænkurnar Ingibjörg Magnadóttir og Kara Guðmundsdóttir eru að byrja með, Maður lifandi sem feðgarnir Björn Þorláksson og Starkaður Björnsson halda utan um og Heimsmyndir sem Kristinn Theódórsson verður með.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí