Gaza, húsnæðiskreppa og fátækt

S04 E175 — Rauða borðið — 9. nóv 2023

Við fáum Erling Erlingsson hernaðarsagnfræðing og Helen Ólafsdóttur öryggisfulltrúa til að ráða í ástandið á Gaza, hvert það getur leitt og hvernig það á að enda. Síðan koma þær Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar, María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahóps ÖBÍ réttindasamtaka og Þórdís Bjarnleifsdóttir úr stjórn Leigjendasamtakanna og segja okkur frá húsnæðiskreppu hinna fátækustu, en eins og öllum má vera ljóst bitna afleiðingar gjaldþrota húsnæðisstefnu helst á þeim sem ekki geta keypt sig frá hörmungunum. Í lokin segir Sanna Magdalena Mörtudóttir okkur frá fólkinu sem er á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, hefur ekki í önnur hús að leita.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí