Gengi, fjármálakerfið & farsótt
Við ræðum ofbeldi í undirheimum við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing og hvort snjallt sé að lýsa yfir stríði gegn gengjunum. Andrés Magnússon geðlæknir var áberandi í uppgjörinu eftir Hrunið 2008. Nú hefur hann sjúkdómsgreind fjármálakerfið á bók og ræðir niðurstöður sínar við Rauða borðið. Kristín Svava Tómasdóttir hefur skrifað bók um Farsóttarhúsið við Þingholtsstræti og nær með því að segja sögu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins alls. Hún segir okkur frá þessu í kvöld. Og svo förum við yfir fréttir dagsins.