Gjáin, smálönd, flóttafólk & guðleysi
Eftir fréttir dagsins ræðum við við Evu H. Önnudóttur prófessor um gjánna, milli þings og þjóðar. Er hún til? Síðan kemur Þorvaldur Gylfason prófessor og heldur því að fram að Ísland sé alls ekki of lítið, að smá lönd standi sig betur en stór lönd. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að flóttamannastraumurinn sé að kaffæra grunnkerfum samfélagsins. Er þetta rétt? Voru grunnkerfin kannski veikluð fyrir? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum, Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna. Í lok þáttar kemur Kristinn Theódórsson tæknistjóri og segir frá átökum guðleysingja og kristinna fyrr á öldinni, sem oft voru hörð. Og hvers vegna hann er efins um að hann hafi alltaf haft rétt fyrir sér í þeim deilum.