Grænþvottur, hraðtíska og villta vinstrið
Oddný Eir ræðir við Finn Ricart Andrason forseta Ungra umhverfissinna um Tunglið sem er tilraun Ungra umhverfissinna til að sannreyna loforð stjórnarflokka um umhverfismálin, hann ræðir líka um grænþvottinn og heildrænu nálgunina. Sigrún Sandra Ólafsdóttir sem nýverið lauk við rannsókn á neikvæðum áhrifum textílframleiðslu og fataiðnaðar ræðir einnig um grænþvottinn og svörtu tilboðsdagana, skuggahliðar fataiðnaðarins og óhóflega tískuneyslu Íslendinga. Gunnar Smári heldur síðan áfram að rifja upp villta vinstrið og fær Pétur Tyrfingsson til að fara yfir sína pólitísku baráttusögu, segja frá Fylkinguna og sósíalískri verkalýðsbaráttu í aðdraganda nýfrjálshyggjunnar.