Grindavík, Gaza, stríð og ógnir

S01 E011 — Synir Egils — 12. nóv 2023

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum í þætti sínum Synir Egils, og fá fyrst fólk á flótta frá eldsumbrotum í Grindavík: Anna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari og björgunarsveitarmaður, Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirni, Sólveig M. Jónsdóttir leiðsögumaður og Petra Rós Ólafsdóttir skrifstofustjóri, stjórnarkona knattspyrnudeildarinnar og slysavarnarkona. Síðan ræða þeir helstu fréttir og pólitík við Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna, Guðmund Hálfdanarson sagnfræðiprófessor og Jódísi Skúladóttur þingkonu. Þá draga þeir saman stöðuna í pólitíkinni en fá í lokin Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing til að segja okkur frá ógnunum frá landinu og hverju það breytir að við getum núna mælt hreyfingu kviku á miklu dýpi.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí