Grindavík, jarðsig, leigjendur og Fylkingin
Við höldum áfram að fá Grindvíkinga til okkar svo þeir geti lýst stöðu flóttafólks undan ógnum jarðar. Í kvöld kemur Páll Valur Björnsson og segir okkur frá bænum sínum, bæjarlífinu og stöðu sinni og annarra bæjarbúa. Við erum öll lent í jarðfræðitíma, skiljanlega, því við verðum að vita hvað það er sem er að móta líf okkar. Halldór Gíslason jarðeðlisfræðingur ætlar í kvöld að lýsa öflunum sem skekja Grindavík og hvers þau eru megnug. Það ganga hræringar yfir Leigumarkaðinn þar sem tug þúsundir fjölskyldna eru innikróaðar og komast ekki út þótt þær glaðar vildu. Már Wolfgang Mixa viðskiptafræðingur hefur kannað stöðu leigjenda og möguleika þeirra á að brjótast út af leigumarkaði og segir okkur frá niðurstöðunum í kvöld. Í lokin kemur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur og rekur fyrir okkur sögu Fylkingarinnar, félags byltingarsinnaðra sósíalista á síðustu öld.