Grindavík, náttúruvá, Mútter Courage og kratabærinn

S05 E011 — Rauða borðið — 15. jan 2024

Feðgarnir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson formaður Sjómannafélags Grindavíkur koma til okkar og segja okkur frá baráttu Grindvíkinga fyrir að fá frið fyrir lánadrottnum, til að hafa öruggt húsnæði og losna við afkomukvíða meðan náttúran rífur bæinn þeirra í tvennt. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræðir Reykjaneselda og hvernig draga má úr hættunni af þeim. Þjóðleikhúsið setti umm stríðsádeiluna Mútter Courage á vorum tímum, þegar flestir landsmanna líta á Úkraínustríðið sem heilagt stríð. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Una Þorleifsdóttir leikstjóri segja okkur hvers vegna og ræða um erindi verksins og uppfærslunnar. Í lokin kemur Sigurður Pétursson sagnfræðingur og segir okkur frá kratabænum Ísafirði, risi hans, blómatíma og falli, en líka því hvort að þar hafi grasserað spilling, eins og oft er haldið fram um þær stofnanir og félög sem alþýðan stjórnar.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí