Grindavík, rasismi og eldsumbrot

S04 E178 — Rauða borðið — 13. nóv 2023

Páll Erlingsson kennari kemur til okkar og segir okkur frá stöðu Grindvíkinga sem eru á flótta undan landinu. Hvaða framtíð sjá þeir? Hverjar eru vonirnar, hvað óttast fólk mest og hvaðan kemur stuðningurinn? Við fáum Eirík Örn Norðdahl til að ræða við okkur um hversu rasísk utanríkisstefna stjórnvalda er og hversu mikið kynþáttahyggja litar stofnanir samfélagsins. Erum við blind fyrir þessu? Eða bara sátt? Í lokin kemur Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og segir okkur frá Reykjaneseldum fortíðar og þeim nýju sem nú eru hafnir og munu líklega halda áfram næstu áratugina.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí