Grindavík, spilling, morð og kvennaverkföll

S05 E087 — Rauða borðið — 23. apr 2024

Okkur langar að endurskapa kjaftaklúbba við Rauða borðið á næstunni, hópa þar sem fólk hittist á kaffihúsum, kaffistofum, heitum pottum, í saumaklúbbum og víðar og byrjum á Olís í Grindavík þar sem fólk, mest karlar, hittust á morgnanna fyrir jarðhræringarnar. Sigurbjörn Dagbjartsson blaðamaður, Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélagsins, Einar Hannes Harðarson sjómaður og formaður Sjómannafélagsins og Páll Valur Björnsson kennari koma og ræða málefni Grindavíkur hispurslaust og af krafti. Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur gerði rannsókn á skipulagsvandi sveitarfélaganna og spurði meðal annars um spillingu. Niðurstöðurnar eru sláandi. Hlökk segir okkur frá þeim. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræði síðan manndrápsmál og hnífaburð og í lokin kemur Valgerður Þ. Pálmadóttir nýdoktor í hugmyndasögu og spjallar við okkur um kvennaverkföll fyrr og nú.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí