Hægrið, Grindavík, morð og smábarnabækur

S05 E063 — Rauða borðið — 19. mar 2024

Hægrið skelfur eftir kaup Landsbankans á TM. Hvað veldur? Er þetta guðlast gagnvart heitri trú hægrisins, að rekstur megi bara fara frá ríkinu til hinna ríku en aldrei öfuga leið? Við ræðum þetta og fleira við Þórð Pálsson, forstöðumann fjárfestinga hjá Sjóvá og eldheitan hægri mann, sem er óánægður með ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, kemur til okkar og segir frá stöðu Grindavíkur undir linnulausum jarðeldum. Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði segir okkur frá morðunum á Sjöundá, aftökum og kúgun almúgans fyrir rúmum tvö hindruð árum. Og Jón Yngvi Jóhannsson dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands mætir með skemmtilegu smábarnabækurnar, sem eru ekki allar þær sem þær eru séðar.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí