Helgi-spjall við Kristrúnu Frostadóttur
Kristrún Frostadóttir þingkona er enn sem komið er ein í framboði til formanns Samfylkingarinnar. Hún kemur í Helgi-spjall Rauða borðsins og ræðir um flokkinn sinn, pólitíkina og sjálfa sig. Hver er Kristrún og hvað vill hún? Hverjar eru hennar skoðanir á sköttum, kvóta, einkavæðingu, verkalýðsbaráttu og öðrum átakamálum okkar tíma. Vill hún gera Samfylkinguna sósíalískari og draga úr identity stjórnmálum? Aukaefni: Dagbjört Rós Jónsdóttir fjallar um hægri öfgahópa á Norðurlöndunum í lok þáttar.