Helgi-spjall við Sólveigu Önnu
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er hættulegasta kona landsins, ef marka má umræðuna í samfélaginu. Skrifaðar eru greinar og sagðar fréttir um hættuna sem stafar að þvi að hún verði hluti af forystu Alþýðusambandsins. Sólveig Anna sest við Rauða borðið og metur stöðuna í aðdraganda þings Alþýðusambandsins sem hefst á mánudaginn.