Helvítis kvótinn, húsnæðiskreppan og kirkjan
Við höldum áfram að ræða kvótann og sjávarútvegsstefnuna, nú við manninn af götunni. Atli Hermansson hafnarvörður hefur starfað við sjó án þess að vera sjómaður og hefur margskonar reynslu af kvótakerfinu og séð spillinguna í kringum það. Ólafur Margeirsson hagfræðingur heldur úti rannsóknum á húsnæðismarkaðnum og bendir á veikleika hans. Við ræðum við hann um íbúðaþörfina og íbúðaskortinn. Þegar ríkisvaldið hendir fólki á götuna án bjarga særir það siðferðiskennd margra. Við spyrjum Hjalta Hugason guðfræðiprófessor hvað Jesús myndi gera og hvort kirkjan eigi að bregðast eins við. Og líka um hvers konar biskup kirkjan þarf á að halda.