Hin Reykjavík: Leigendur félagsbústaða
Biðlistar og milliflutningar innan Félagsbústaða
Rúmlega 300 leigjendur hjá Félagsbústöðum eru með virkar umsóknir um milliflutning, eða flutning úr einni íbúð Félagsbústaða í aðra. Umsóknir um milliflutninga fara hinsvegar í sama ferli og fyrstu úthlutanir svo að þær fara í sama pott og umsóknir fólks sem er heimilislaust eða í ótryggu húsnæði, þannig að dæmi eru um að fólk bíði í mörg ár eftir milliflutningum og svo virðist sem þar hafi myndast flöskuháls.
Blokkin, félag leigjenda hjá Félagsbústöðum hefur komið upp íbúðaskiptisíðu fyrir leigjendur á Facebook í þeirri von að einhverjir geti nýtt sér þann möguleika að skipta innbyrðis.
Sanna ræðir við þær Evu Pálsdóttur og Laufeyju Ólafsdóttur um biðina og þennan möguleika ásamt ýmsu öðru.