Hin Reykjavík: Samstöðumótmæli

S01 E026 — Reykjavíkurfréttir — 16. jún 2020

Ofbeldi gegn afgönsku flóttafólki mótmælt á Ingólfstorgi

Í dag, þriðjudaginn 16. júní, kl. 17 eiga sér stað samstöðumótmæli til að vekja athygli á hræðilegu ofbeldi gegn afgönsku flóttafólki í Íran og víðar og til að efla meðvitund um stöðu flóttafólks frá Afganistan víða um heim. Hjá okkur í dag er einn af skipuleggjendum mótmælanna, Ehsan Ísaksson.

Ehsan er ættaður frá Afganistan en fæddur og uppalinn í Íran. Hann segir okkur hér brot af sinni sögu og frá ástæðum mótmælanna en hann er jafnframt formaður samtakanna Ariana Association. Samtökin eru félag Afgana á Íslandi og standa fyrir ýmsum menningarviðburðum þar sem gestum stendur til boða að kynnast afganskri menningu og hefðum.

Þátturinn er á ensku.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí