Hin Reykjavík – Af hverju er hinsegin fræðsla mikilvæg?
Það er mikilvægt að samfélagið og nærumhverfið taki mið af fjölbreytileikanum. Í dag fræðumst við um starfsemina sem fer fram í hinsegin félagsmiðstöð og fræðslustarfið á vegum Samtakanna ‘78. Danni og Sanna spjalla hér við Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu í hinsegin félagsmiðstöð Tjarnarinnar og Samtakanna ‘78 og Tótlu I. Sæmundsdóttur fræðslustýru Samtakanna ‘78.
Þau spyrja sérstaklega út í starfið, með áherslu á ungmenni. Hvernig hefur starfið farið fram og hvernig fer það fram á tímum samkomutakmarkanna? Þá munu þau einnig velta fyrir sér hvort að bækur, dægurmenning og það sem er vinsælt í dag endurspegli veruleika hinsegins ungs fólks eða hvort þörf sé á meiri fjölbreytni þar.