Hin Reykjavík – Betri strætó
Hvernig virkar strætó fyrir borgarbúa, hvað þarf að laga og hvernig má ná því fram? Til þess að ræða þessi mál koma Björn Reynir Halldórsson, Claudia Overesch og Laufey Líndal Ólafsdóttir í Hina Reykjavík. Við ræðum þjónustu strætó, hvernig tekið er á móti ábendingum strætófarþega, aðgengi að strætó og strætóskýlum, öryggi í vögnum og margt fleira. Þá fjöllum við einnig um tengsl á milli hverfa og innan hverfa og útvistun á störfum innan strætó.