Hin Reykjavík – Efnahagslegt óréttlæti í orkumálum
Laufey Ólafsdóttir segir okkur frá starfi EAPN (European Anti Poverty Network) og nýlegum umræðufundi um aðgengi að rafmagnsorku og húshitun. Vegna fátæktar hafa ekki allir það aðgengi. EAPN eru evrópsk samtök sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun og stóðu ásamt öðrum samtökum fyrir alþjóðlegum fundi um orkumál og aðgengi að þeim.
Í þættinum förum við yfir kröfur sem fram hafa komið varðandi aðgengi fólks að orku og setjum það í samhengi við málin í borginni.