Hin Reykjavík – Fátækt á Íslandi
Á morgun, 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Í þætti dagsins ræða Daníel Örn Arnarsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir, við Ástu Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóra PEPP (sem er grasrót fólks í fátækt) og Laufeyju Líndal Ólafsdóttur sem situr í stjórn EAPN á Íslandi.
EAPN stendur fyrir The European Anti-Poverty Network og Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru grasrótarstarf EAPN á Íslandi. Ásta og Laufey segja okkur frá starfinu, fátækt á Íslandi og við ræðum um leiðir til að útrýma fátækt.