Hin Reykjavík – Fátækt, matarskortur, hitaeiningar og líkamsímynd
Hvernig hefur það áhrif á tengsl okkar við mat, að alast upp við fátækt og skort? Hvernig hefur slíkt áhrif á samband okkar við mat síðar á lífsleiðinni? Er það samband líklegra til þess að vera óheilbrigt eftir því sem skorturinn er viðvarandi? Laufey Ólafsdóttir ræðir við Bryndísi og Sönnu Magdalenu um uppvaxtarárin, þar sem þær upplifðu skort, tengsl þeirra við mat og líkamsímynd á unglingsárum. Í þessu samhengi skoðum við staðalímyndir um líkama kvenna, fitufordóma, fátækt fólk og áhrif þess á líkamsímynd.