Hin Reykjavík – Grunnskólar á tímum Covid
Umræðuefni dagsins snýr að breytingum í grunnskólum borgarinnar í kjölfar covid-19. Daníel Örn Arnarsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræða við Védísi Guðjónsdóttur, starfsmann í grunnskóla borgarinnar um nýlegar breytingar og áhrif á starfið.
Þar sem mikil umræða hefur skapast um mikilvægi valfaga ræða þau einnig um það sem og styttingu vinnuvikunnar innan grunnskólanna og hvernig því miðar áfram.