Hin Reykjavík – Húsnæðismál öryrkja

S02 E002 — Reykjavíkurfréttir — 19. jan 2021

Laufey Ólafsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræða við Maríu Pétursdóttur, formann málefnahóps ÖBÍ um húsnæðismál.

Leigumarkaðnum hefur oft verið líkt við frumskóg þar sem erfitt er að finna íbúð á viðráðanlegu verði og þegar þangað er komið inn getur verið erfitt að átta sig á réttindum varðandi húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning sem er ólíkur eftir sveitarfélögum. Hver er staða öryrkja á húsnæðismarkaði? Hvernig er aðgengi að viðeigandi íbúðum háttað í fjárhagslegum- og efnislegum skilningi? Fá allir heimili og viðeigandi stuðning eða er samfélagið enn fast í hugmyndafræði um stofnanavæðingu? Hversu langir eru biðlistarnir eftir húsnæði og þjónustu sem hentar?

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí