Hin Reykjavík – Hversu marga dropa þarf til að hola steininn?

S01 E056 — Reykjavíkurfréttir — 4. des 2020

Ýmislegt hefur áunnist í báráttu sárafátæks fólks og fatlaðs fólks og annarra sem samfélagið hefur ekki gert ráð fyrir í gegnum tíðina en heilmargt er eftir. Samfélagið flokkar fólk í kassa og gerir ekki ráð fyrir fjölbreytileika mannlífsins, þar sem áherslan er oftar en ekki á samkeppni frekar en að setja sig í aðstæður annarra og aðlaga umhverfið eftir fjölbreyttum þörfum fólks.

Hvatningaverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru veitt í gær, 3. desember á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Íþróttafélagið Ösp hlaut hvatningarverðlaun og PEPP, grasrót fólks í fátækt. Markmið Aspar er að standa fyrir íþróttaæfingum fyrir einstaklinga með fötlun þeim til heilsubótar og ánægju. Sanna Magdalena Mörtudóttir ræðir við Helgu Hákonar, formann Asparinnar og Peppara og Ástu Þórdís Skjalddal, hjá PEPP um valdeflingu og hvernig við getum búið til umhverfi sem er fyrir okkur öll.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí