Hin Reykjavík – Kreppa í leikskólum
Signý Sigurðardóttir, starfskraftur á leikskóla, mætir í Hina Reykjavík og fræðir okkur um störf og starfsskilyrði mikilvægustu starfskrafta samfélagsins. Launakjör og starfsaðstæður leikskólastarfsfólks hafa mikið verið í umræðunni og ljóst er að margt þarf að breytast til að gera aðstæður góðar bæði fyrir starfsfólkið og börnin sem sækja skólana. Í þættinum munum við fara yfir þessi mál ásamt því að ræða aðstæður barna með mismunandi bakgrunn og hvernig þörfum þeirra er mætt.