Hin Reykjavík – Lokum spilakössum
Samtök áhugafólks um spilafíkn standa að baki átakinu „Lokum spilakössum“ eða lokum.is. Fólkið á bak við samtökin hefur haft það að leiðarljósi að vekja fólk og stjórnvöld til umhugsunar um spilakassa og rekstur slíkrar starfsemi.
Hér ræða Sanna og Danni við Ölmu og Örn um samtökin, markmið þeirra og við fáum innsýn í stöðu þeirra sem glíma við spilafíkn.